Laxasetur Íslands var opnað á Blönduósi þann sautjánda júní síðastliðinn þar sem lifandi laxfiskar eru til sýnis og hægt er að fræðast um sögu laxveiða sem og líffræði og lífsferil laxfiska. Valgarður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Laxasetursins, segir að hugmyndin að setrinu hafi fyrst orðið til árið 2008, en í fyrra var stofnað einkahlutafélag um rekstur þess.

Hann segir að safnið eigi að vera bæði fræðandi fyrir áhugamenn um lax og laxveiði en einnig skemmtilegt fyrir gesti á öllum aldri. „Við erum með lifandi fiska í búrum sem fólk getur skoðað, lax, bleikju og urriða, og þá erum við með Grímseyjarlaxinn svokallaðan uppstoppaðan. Það er stærsti lax sem veiðst hefur við Ísland, 49 pund og 132 sentímetrar á lengd. Hann veiddist í sjónum við Grímsey árið 1957. Þá erum við með líkan af laxi, sem hægt er að opna og fræðast þannig um líffræði laxins.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.