*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 11. október 2014 13:05

Skera niður en skoða lækkun gjalda

Á meðan ný met eru sífellt slegin í fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli hefur staðan í innanlandsflugi versnað undanfarin ár.

Þórunn Elísabet Bogadótt
Haraldur Guðjónsson

Innanlandsflug hefur verið í þrengingum undanfarin ár með fækkun farþega og flugleiða, hækkun á gjöldum og farmiðum. Að meðaltali hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um rúm fimm prósent á ári síðustu fimm ár.

Í vikunni birti Icelandair Group tölur yfir fjölda flugfarþega í september og samkvæmt þeim fjölgaði farþegum í innanlandsflugi milli ára í fyrsta skipti í langan tíma. „Það er fjögurra prósenta aukning, Grænlandsflugið er inni í því en það er aukning í innanlandsfluginu líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

„Það eru jákvæðar fréttir, að það sé vonandi komið að þeim tímapunkti að það sé að nást jafnvægi í fjöldann og við horfum ekki fram á meiri samdrátt.“ Árni segir samfelldan samdrátt undanfarið að einhverju leyti vegna gjaldahækkana á innanlandsflugið, „en auðvitað tengist það líka einfaldlega því að innanlandsflug í gegnum tíðina hefur verið ákveðinn mælikvarði á stöðuna í efnahagslífinu. Það segir okkur líka að þessi fækkun sé ekki bara tengd hækkunum, við höfum reynt að taka þær eins mikið og við getum á okkur svo þær hafi ekki farið eins mikið út í verðlagið og ella. Þetta sýnir líka stöðuna á efnahagslífinu, kaupmáttinn, og fjárfestingar og framkvæmdir eru í lágmarki. Það er sú mynd sem blasir við okkur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.