Ef marka má fyrri dóma Hæstaréttar er hugsanlegt að skerða megi áunnin lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til að mæta þeim mikla halla sem er á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Í dómi sem féll árið 1999 varðaði skerðingu á áunnum örorkulífeyrisréttindum sjóðfélaga í Lífeyrissjóði sjómanna segir, líkt og í hinum dómnum, að skerðingin hafi tekið á sambærilegan hátt til allra, jafnræðis hafi verið gætt um þá, sem sambærilegir geti talist. Þá er sérstaklega tekið fram í rökstuðningi Hæstaréttar að mikill hallarekstur hafi verið á lífeyrissjóðnum og til að mæta þessum halla hafi stjórn sjóðsins óskað eftir því að gerðar yrðu breytingar á lögum um sjóðinn. Því sé ljóst að málefnalegar forsendur hafi legið að baki skerðingunni.

Gunnar Björnsson, formaður starfshóps um málefni LSR, segir að þetta hafi verið rætt en engin afstaða hafi verið tekin til þess. „Þetta er hins vegar mjög erfitt og flókið mál og verður aldrei gert nema með lagasetningu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.