Lífeyrissjóðir landsins hafa neyðst til að gera upp ársreikninga sína án þess að niðurstaða hafi fengist í gjaldmiðlasamninga þeirra við gömlu bankana.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins telja margir ástæðu til að óttast að ársreikningarnir gefi fegraða mynd á meðan sjóðirnir hafa ekki náð neinni niðurstöðu við viðskiptabankana um lúkningu gjaldmiðlaskiptasamninga.

Um áramót stóðu stóð evran í 169 krónum miðað við gengisvísitöluna 217 sem gæti gefið vísbendingu um stöðu samninganna. Lífeyrissjóðirnir hafa flestir lokað ársreikningum miðað við gengisvísitölu 175 og evruna því á 131 krónu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .