Landssamtök lífeyrissjóða benda á skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar um hvort afnema eigi verðtryggingu lána. Talsmaður neytenda telur rétt að afnema verðtryggingu.

Talsvert hefur verið rætt undanfarið hvort afnema eigi verðtryggingu á lánum. Landssamtök lífeyrissjóða hafa í því ljósi bent á skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson, núverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, vann fyrir sambandið árið 2004. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að afnám verðtryggingar myndi skerða eftirlaun lífeyrissjóða í framtíðinni.

Afnám verðtryggingar geti aukið óvissu lífeyrisþega hvað varðar kaupmátt lífeyris. Í skýrslunni segir m.a.: “Ef um mikinn óstöðugleika er að ræða í efnahagslífinu og tíð óvænt verðbólguskot, sé líklegra að skuldunautar hagnist á því að verðtrygging sé afnumin en að þeir tapi aftur á móti ef stöðugleiki og jöfn verðbólga ríki.

Þá sé ekki ljóst hvað kæmi í stað verðtryggingar sem grunnur að vöxtum á langtímalánum ef vísitölutenging yrði afnumin.”

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .