Skíðasamband Íslands og 66° Norður undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára. Í samningnum felst stuðningur 66° Norður við starfsemi Skíðasambandsins og nær samningurinn til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Skíðalandslið Íslands munu á þessu tímabili klæðast fatnaði frá 66° Norður m.a. Hlíðarfjall skíðafatnaði og Heimaklett jökkum, segir í tilkynningunni.  „Íslensku keppendurnir á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í janúar sl. klæddust einmitt fatnaði frá fyrirtækinu.“

„Skíðsamband Íslands og 66° Norður hafa átt farsælt samstarf undanfarin ár. Nýr samningur styrkir það samstarf enn frekar. Það er okkur hjá SKÍ mjög mikilvægt að endurnýja samninga við fyrirtækið enda hefur það reynst okkur traustur bakhjarl. Okkar keppendur hafa verið mjög ánægðir með fatnað 66° Norður og hann reynist afar vel við krefjandi aðstæður í fjöllunum,“ segir Óskar Garðarsson, stjórnamaður hjá SKÍ í fréttatilkynningu um undirritun samningsins.