Þrátt fyrir fjármálakrísu eru öll fasteignaverkefni Íslendinga ekki stopp eins og ætla má ef kyrrstæðir byggingakranar höfuðborgarinnar eru notaðir sem mælikvarði.

Í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að unnið er hörðum höndum að reisa þúsund fermetra skíðaskála í Frönsku ölpunum, fyrir 101 lúxusferðþjónustu Ingibjargar Pálmadóttur athafnakonu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er Jón Ásgeir ekki hluthafi í 101 ferðaþjónustunni.

Framkvæmdir við skíðaskálann væri langt komnar en hann verður eingöngu notaður fyrir ferðaþjónustuna en ekki til einkanota. Tilvist skíðaskálans er ekkert leyndarmál. Ingibjörg nefndi hann í viðtali við Boat International í sumar og margir íslenskir fjölmiðlar vísuðu í. Hún á ferðaþjónustufyrirtæki sem rekur 101 Hótel í Reykjavík, leigir út tilkomumikla snekkju og einkaþotu. +

Skíðaskálinn verður fjórða stoðin í fyrirtækinu. Skíðaskálinn verður leigður í heild en ekki stök herbergi, líkt og er með snekkjuna og einkaþotuna. Og er hönnunin í anda 101. Eftir því sem komist verður næst gengur rekstur 101 mjög vel og bókunarstaða góð.