„Ein af mínum eftirminnilegustu ferðum er þegar ég fór með nokkrum Bandaríkjamönnum og skíðaði niður hæsta tind norðurheimskautsins, sem er Gunnbjørn Fjeld á Grænlandi,“ segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir. „Ég var að vinna í Bandaríkjunum og þar eru til tvær tegundir af bankamönnum, þeir sem golfa og þeir sem skíða. Ég var búinn að fara í skíðaferðir með nokkuð góðum hópi í Bandaríkjunum og Kanada og þeir vildu ólmir fara til Íslands að skíða. Ég var hins vegar búinn að skíða alla helstu tinda á Íslandi og fannst Grænland meira spennandi.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta hefti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast það undir liðnum tölublöð.