Skífan og Gamestöðin opna á morgun nýja verslun  á neðri hæð  Smáralindar. Sjö risaskjáir munu vera tölvuleikjaunnendum til afnota þar sem þeir geta prófað leiki við bestu aðstæður.

„Nýja verslun Skífunnar og Gamestöðvarinnar í Smáralind verður með sama sniði og verslunin í Kringlunni. Skífan og Gamestöðin sameinuðust 1. mars og er nýja verslunin eðlilegt næsta skref eftir vel heppnaða sameiningu,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunar og Gamestöðvarinnar, í tilkynningu.

Skífan er þekktasta afþreyingarverslun landsins með tónlist, kvikmyndir, heyrnartól og aðra aukahluti. Gamestöðin selur nýja og spilaða tölvuleiki og er eina verslunin sem kaupir tölvuleiki af einstaklingum sem þeir hafa lokið við að spila og safna jafnvel ryki í hillunum.