Skil fyrirtækja á ársreikningum bötnuðu töluvert á árunum 2006 til 2010, samkvæmt samantekt Creditinfo. Á tímabilinu hefur hlutfall þeirra fyrirtækja sem skila á réttum tíma farið hækkandi.

Á árinu 2006 skiluðu 12,8% fyrirtækja ársreikningum á réttum tíma. Í fyrra var hlutfallið 22,5%. Skil á ársreikningum milli áranna 2009 og 2010 hækkaði um 4,8% og er fjöldi skilaskyldra félaga nánast sá sami milli ára.

Að mati Creditinfo má rekja ástæður fyrir bættum skilum til aukins eftirlits um skil ársreikninga og einnig sektarákvæði sem gildir um skilin. Þá hafi kröfur um gagnsæi og nýjar upplýsingar aukist í kjölfar efnahagshruns. Fyrirtæki sem eiga í lánsviðskiptum eru einnig, frekar en áður, í betri samningsstöðu þegar nýlegar upplýsingar úr ársreikningum liggja fyrir.

Hér að neðan má sjá hlutfall ársreikninga sem var skilað á réttum tíma, það er eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Stækka má myndina með því að smella á hana.

skil á ársreikningum skv. Credit Info
skil á ársreikningum skv. Credit Info
© vb.is (vb.is)