Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Sprint skilaði 206 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 302 milljóna dollara tap á sama tíma í fyrra. Er þetta í fysta sinn í þrjú ár sem félagið skilar hagnaði á stökum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Eru niðurskurðaraðgerðir taldar helsta ástæðan fyrir viðsnúningi í rekstri félagsins en sölu- og stjórnunarkostnaður lækkaði um 370 milljónir dollara á tímabilinu. Þá greindi fyrirtækið frá því að kostnaður muni dragast saman um 1,3 til 1,5 milljarð dollara á þessu ári.

Gengi hlutabréfa Sprint hefur hækkað um 10,21% í dag eftir að félagið birti milliuppgjör sitt. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu japanska bankans SoftBank Group og samkvæmt frétt Reuters mun forstjóri japanska bankans Masayoshi Son, vera að íhuga að yfirtaka félagið að fullu fyrir lok þessa mánaðar.