Vísindagarðurinn ehf. hefur loks skilað ársreikningi fyrir árið 2012 en þetta er þriðji ársreikningur Vísindagarðsins í röð sem berst ársreikningaskrá eftir að frestur rennur út. Félagið er í meirihlutaeigu ríkisins og hefur ársreikningur félagsins ekki verið birtur í ríkisreikningi fyrir síðustu tvö ár vegna þessa.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í janúar þá var félagið það eina í meirihlutaeigu ríkisins sem enn hafði ekki skilað ársreikningi.

Félagið, sem rekur og leigir út fasteignir í þágu þekkingarseturs á Austfjörðum, tapaði rúmlega 8 milljónum króna á árinu 2012.