Starfshópur, sem lagt hefur mat á stöðu og horfur Íbúðalánasjóðs, skilar niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar í fyrramálið. Þetta kemur fram á vef Ríkissjónvarpsins.

Eins og lengi hefur verið ljóst þá þarf Íbúðalánasjóður innspýtingu frá ríkinu til að uppfylla kröfur um lögbundið lágmark um eigið fé.Ítarlega var fjallað um málefni Íbúðalánasjóðs í Viðskiptablaðinu í dag. Talið er að sjóðurinn þurfi um 12-14 milljarða króna.

Eins og lesa má í umfjöllun Viðskiptablaðsins sagði Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri sjóðsins að óheppilegt væri að stjórnvöld hafi dregið að ganga frá málefnum sjóðsins.

í kjölfarið á umfjöllun Viðskiptablaðsins voru viðskipti með íbúðabréf sjóðsins stöðvuð um tíma í dag og lá viðskiptavakt með bréfin niðri. Til stendur að viðskiptavakt með bréfin verði haldið áfram með eðlilegum hætti frá með opnun markaða á morgun. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kom fram að til stæði að breyta skilmálum íbúðabréfa sjóðsins en í dag tilkynnti sjóðurinn að slík vinna stæði ekki yfir. Nánar má lesa um það má hér.