*

miðvikudagur, 22. janúar 2020
Innlent 20. júlí 2019 16:02

Skilaði hálfum milljarði

Stjörnugrís og Stjörnuegg skiluðu hagnaði upp á ríflega hálfan milljað á síðasta ári

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjörnugrís ehf. hagnaðist um 261 milljón króna á síðasta ári og dróst hagnaður fyrirtækisins saman um 39% milli ára. Velta félagsins nam rúmlega 2,6 milljörðum og jókst um 10% milli ára. Rekstrarhagnaður nam 319 milljónum og lækkaði um 40% milli ára. Eignir félagsins námu 1,7 milljörðum í lok árs og lækkuðu um rúman milljarð milli ára en í byrjun árs var félaginu skipt upp í rekstrar- og fasteignafélag. Eiginfjárhlutfall í lok árs var um 68%. 

Stjörnuegg ehf. hagnaðist um 244 milljónir á síðasta ári en félögin tvö eru að mestu í eigu sömu aðila. Skiluðu félögin tvö því samanlagt hagnaði upp á ríflega hálfan milljarð á síðasta ári. Tekjur Stjörnueggs námu 1.240 milljónum á síðasta ári og jukust lítillega milli ára. Eignir námu 1.023 milljónum og eiginfjárhlutfall var um 80% í lok árs.