Þegar rætt var við Árna Tómasson, formann skilanefndar Glitnis, í dag kom fram að óvíst væri hvaða niðurstaða fengist í viðræðum þeirra við sænska fjármálaeftirlitið varðandi framtíð Moderna, móðurfélag Sjóvá.

„Við höfum stutt ákveðið plan sem félögin hafa lagt upp með,“ sagði Árni.

Hann sagði að framvinda þess væri háð því að sænska fjármálaeftirlitið veitti samþykki sitt. Komið hefur fram að þessi áætlun gengur út á að leggja félaginu til 20 milljarða króna en Árni vildi ekki staðfesta slíkt. Þeim fjármunum væri ætlað að styrkja fjárhag samstæðunnar til að mæta öllum skilyrðum eftirlitsins úti.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgn. Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .