Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hefur höfðað mál gegn fyrrverandi stjórnendum Glitnis og aðilum tengdum Glitni fyrir að stýra bankanum í þrot.

Frá þessu er greint í DV í dag en á meðal þeirra ákærðu eru Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, sem voru á meðal eigenda bankans, og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis.

Ásamt þeim er þremur öðrum starfsmönnun stefnt. Þeir eru Rósant Már Torfason, Guðný Sigurðardóttir og Magnús Arngrímsson. Öll starfa þau enn hjá bankanum.

Þessir aðilar eru krafðir um sex milljarða króa skaðabætur.