Lehman Brothers.
Lehman Brothers.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Skilanefnd Kaupþings hefur lokið við sölu á skuldabréfum sem voru gefin út af bandaríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers. Bankinn féll í september 2008. Vísir greinir frá sölu bréfanna en greint er frá í uppfærðri skýrslu skilanefndar Kaupþings. Að minnsta kosti 30% af nafnverði bréfanna fékkst með sölunni.

Þar segir að skilanefndin hafi fylgst náið með stöðu bréfanna á markaði. Skilanefndin eignaðist bréfin í kjölfar samkomulags við viðskiptavini Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð, sem upphaflega keypti bréfin. Kaupin voru fjármögnuð með lánum frá Kaupþingi í Svíþjóð.

Morgan Stanley sá um sölu bréfanna fyrir hönd skilanefndar Kaupþings.

Kröfuhafaskýrsla skilanefndar Kaupþings .