Ekki hefur farið fram sérstakt hæfismat á þeim sem skipaðir voru í skilanefndir bankanna haustið 2008 en þeir uppfylltu hins vegar ákvæði laga um fjármálafyrirtæki um hæfi stjórnar og  framkvæmdastjórna fjármálafyrirtækja.

Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins (FME) við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Tekið skal fram að það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem FME ákvað að breyta og herða framkvæmd við mat á hæfi stjórnarmanna. Sú framkvæmd var því ekki við lýði þegar skipað var í skilanefndirnar á sínum tíma.

Skilanefndarmenn sem sitja í stjórnum nýju bankanna fara aftur á móti í hæfismat og það gildir einnig um þá sem sitja í stjórnum eignarhaldsfélaga þeirra. Slitastjórnir eru aftur á móti skipaðar af dómara og heyra því ekki undir FME.