Skilanefndir og ríkisbankar fara nú með um 80% hlut í Icelandair Group en eins og greint var frá í morgun hefur Skilanefnd Landsbankans leyst til sín tæpan 24% hlut Langflugs ehf. í félaginu en Langflug er í meirihlutaeigu Finns Ingólfssonar.

Í síðustu viku leysti Íslandsbanki til sín sínu tæplega 42% hlutfjár í Icelandair Group en fyrir átti bankinn um 5% og fer því nú með 47% hlut í félaginu

Þá á Sparisjóðabankinn (áður Icebank) tæplega 9,4% hlut í félaginu auk þess sem Glitnir (nú Skilanefnd Glitnis) á um 2,1% hlut í félaginu.

Þannig fara skilanefndir fyrrverandi bankanna nú með 35,3% hlut í félaginu. Þá fer ríkisbankinn Íslandsbanki með 47% hlut eins og fyrr segir

Mikilvægt er þó að gera greinarmun á skilanefndum og ríkisbönkum. Í raun er ekki hægt að segja að ríkið fari með hlut skilanefndanna þó svo að það sé helsti eigandi ríkisbankanna.

Listi 15 stærstu hlutahafa Icelandair Group lítur nú svona út eftir yfirtöku Skilanefndar Landsbankans í morgun.

  • Íslandsbanki hf. (46,93%)
  • Skilanefnd Landsbankans.  (23,84%)
  • Sparisjóðabanki Íslands hf. (9,36%)
  • Alnus ehf. (3,3%)
  • Icelandair Group hf.  (2,55%)
  • Glitnir banki hf.  (2,09%)
  • Sigla ehf. (2,0%)
  • Saga Capital Fjárfestingarb anki hf. (1,97%)
  • Arkur ehf.  (1,75%)
  • N1 hf. (1,28%)
  • Stafir lífeyrissjóður (0,93%)
  • Almenni lífeyrissjóðurinn (0,66%)
  • Kaupfélag Suðurnesja (0,34%)
  • Landsbanki Luxembourg S.A. (0,29%)
  • DnB NOR Bank ASA (0,2%)