Að sögn Árna Tómassonar, formanns Skilanefndar Glitnis, hefur nefndin ekki tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að skipta eignum bankanna upp í erfiðar og auðveldar eignir eins og nefnd Mats Josefssons hefur lagt til.   Árni sagði að bankinn nyti ráðgjafar UBS bankans í þessu máli. ,,Ég lít á að þetta sé bara til skoðunar á öllum vígstöðvum," sagði Árni. Hann sagði að ótvírætt væri að það þyrfti samþykki skilanefnda bankanan ef til þess kæmi.

Eins og kom fram á blaðamannafundi í morgun telur nefnd um endurreisn fjármálakerfisins rétt að stofna miðlægt eignarumsýslufélag sem sjái um endurskipulagningu stórra fyrirtækja.