Af þeim 24 flugfélögum sem halda uppi áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli í sumar þá eru 8 sem flokka má sem lágfarfargjaldaflugfélög. Þetta kemur fram á vef Túrista . Skilin á milli þeirra og hinna hefðbundnu flugfélaga eru hins vegar alltaf að verða óskýrari. Nú rukka flest flugfélög til að mynda fyrir farangur og veitingar eru borð eru sjaldnast hluti af farmiðaverðinu.

Ný úttekt greiningafyrirtækisins Anna.aero að 40,8 prósent af þeim flugsætum sem í boði eru í flogi til og frá Íslandi í ár má rekja til lágfargjaldaflugfélaga. Það er nokkru minna vægi en í austurhluta Evrópu þar sem það er rúmlega 60 prósent. Hæst er það í Makedóníu eða 65,8 prósent.

Hlutfallið hér á landi er álíka og í Bretlandi, Írlandi og Noregi sem einnig komast inn á lista Anna.aero yfir þau 20 Evrópulönd þar sem lágfargjaldaflugfélög hafa mest vægi.