*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 25. október 2019 10:03

Skilja vopn en ekki rannsóknir

Vararíkissaksóknari segir kerfið skilja kaup á rifflum en ekki rannsóknir efnahagsbrota.

Ritstjórn
Helgi Magnús Gunnarsson
Axel Jón Fjeldsted

„Menn sem læra allt sem þeir vita um lög­gæslu af því að horfa á amer­íska löggu­þætti, hafa fullan skiln­ing ef það þarf að kaupa riffla eða annan búnað fyrir sér­sveit, en engan þegar skiln­ing­ur­inn kallar á vits­muna­lega þekk­ingu og þeir þurfa að lesa sér til. Þetta átti við um rann­sóknir efna­hags­brota yfir það heila,“ þannig hljóma ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknari við deilingu fréttar um að Ísland hafi verið sett á gráan lista FATF sökum ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Kjarninn fjallar um ummæli Helga Magnúsar, sem var saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra á árunum 2007-2010. Aðspurður segir Helgi að mennirnir sem hann tali um í ummælunum hér að ofan séu kerfið; stjórnmálamenn, ráðuneyti, dómsmál og embætti ríkislögreglustjóra, en í niðurlagi ummælanna segir Helgi ennfremur: 

„Svo allt í einu vökn­uðu menn við hrunið og fóru að skilja að kannski gætu refsilaga­brot í atvinnu­líf­inu haft afleið­ingar jafn vel fyrir þá sjálfa. En að ein­hver hafi haft áhuga á að hlusta á okkur sem höfðum á þessu þekk­ingu, það var ekki. Við gerðum það sem við gátum með það sem við höfð­u­m.“ 

Það var Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og fyrrum aðstoðarsaksóknari hjá efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og þar áður starfsmaður hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu á árunum 2006 til 2011. Hann deildi fréttinni með færslu þar sem segir meðal annars:  „Núna tókst ekki að redda sér í kapp­hlaupi við tím­ann (veit ekki um síð­asta frest, en við erum í raun að tala um fjölda ára), nokkuð sem okkur tókst við matið 2006 en engin var eft­ir­fylgn­in. Nið­ur­staðan er að koma í ljós í dag, árið 2019.

Nánar er fjallað um ummæli Helga Magnúsar og Eyjólfs, sem og stöðu máli í rannsóknum efnhagasbrota hér á landi, í frétt Kjarnans, hér.