Innan Íbúðalánasjóðs (Íls) er unnið að því að breyta skilmálum íbúðabréfa (HFF) þannig að þau verði uppgreiðanleg. Sjóðurinn hefur glímt við eiginfjárvanda og neikvæðan vaxtamun vegna uppgreiðslna viðskiptavina. Stærsta vandamál sjóðsins í dag er að skuldabréf útgefin af sjóðinum eru óuppgreiðanleg, að mati Sigurðar Erlingssonar, framkvæmdastjóra Íls.

Skilmálabreytingar kalla ekki á lagabreytingar og eru því til úrvinnslu innan sjóðsins. Hvað varðar ákvarðanir um eiginfjárframlag frá eiganda sjóðsins, það er ríkissjóði, þá eru þær í höndum stjórnvalda.

Sigurður hefur frá því hann tók við framkvæmdastjórastöðunni verið berorður um slæma stöðu sjóðsins og segir hann aðgerðaleysi yfirvalda þvælast fyrir rekstrinum.

Nánar er fjallað um stöðu Íbúðalánasjóðs í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.