Námafyrirtækið Anglo American skilaði ársreikning fyrir árið 2015 í dag, en félagið skilaði tapi sem nam 5,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða um rúmlega 711 milljörðum króna. Félagið skilaði einnig tapi á síðsta ári, en þá nam tapið 2,5 milljörðum dala, eða um 317 milljörðum króna. Tekjur féllu um 26% á árinu, eða um 23 milljarða dala.

Mikil lækkun hrávöruverðs undanfarið hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtækið, en félagið áætlar nú að fara í miklar aðgerðir til að rétta við rekstur fyrirtækisins. Meðal þeirra aðgerða sem fyrirtækið ætlar að grípa til er að selja eignir  fyrir um þrjá til fjóra milljaraða dala, en fyrir uppgjörið var áætlað sölumarkmið um tveir milljarðar dala.

Félagið ætlar að nota andvirðið frá sölu eigna til að draga úr skuldum til að hækka lánshæfiseinkunn félagsins aftur upp í fjárfestingarflokk, en í vikunni lækkaði Moody's einkunina í rusl-flokk.

Hlutabréf í Anglo American eru skráð í Bretlandi, en þau hafa fallið um 67% á síðasta ári. Félagið tilkynnti um harkalegar niðurskurðaaðgerðir í desember sl., en samkvæmt þeim átti að segja upp 85 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins.