„Niðurstöðurnar komu mér ekkert á óvart. Bæði hefur viðhorf til svona undanþága breyst og svo er hitt að trúfélög eru umdeildar í dag en þau voru hér áður,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir það lengi hafa verið stefnu sveitarfélaganna að afnema hvers kyns undanþágur og því undrist hann ekki andstöðu fólks við ókeypis lóðir til trúfélaga.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru í gær sögðu 71,3% þeirra sem afstöðu tóku mjög eða frekar andvígi úthlutun ókeypis lóða. Tíu prósent sögðu frekar eða mjög fylgjandi því að trúfélög fái ókeypis lóðir.

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru kirkjur og bænahús skráðra trúfélaga undanþegin fasteignaskatti. Halldór segir að slíkt hafi einni átt við um íslenska ríkið en þar hafi orðið breyting á.

„Framtíðarmúsíkin er að útrýma þessum undanþágum,“ segir hann í samtali við blaðið.