Yfirtaka franska félagsins Lur Berri á matvælafyrirtækinu Alfescu er lokið. Franska félagið hefur allt frá árinu 2009 ætlað sér að eignast Alfescu að nær öllu leyti en ekki tekist, meðal annars vegna markaðsaðstæðna. Ólafur Ólafsson er nú hættur afskiptum af félaginu eftir rúmlega tíu ára aðkomu.

Í samtali við Viðskiptablaðið segist Ólafur skilja sáttur og að samstarf við Lur Berri hafi verið afar gott. Allar skuldir er tengjast Alfescu gagnvart Glitni hafa verið gerðar upp.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.