Fyrirtækið SignWise var stofnað nú á dögunum. Ólafur Páll Einarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill innleiða rafræna verkferla í íslenska stjórnsýslu.

SignWise var upprunalega stofnað í Eistlandi. SignWise, fé­lagið íslenska sem Ólafur stofnaði, er því að hluta til í eigu þessara frumstofnenda frá Eistlandi. Hið eistneska félag hefur verið leið­andi afl í því að rafvæða stjórnsýslu og skjalavinnslu í Eistlandi, og Ísland verður þá sautjánda landið til að gangast undir sama ferli, ef allt gengur eftir.

Gera pappírsferla rafræna

„Það sem við erum að gera er að taka flókna ferla sem eru annars vegar háðir pappír og gera þá fullkomlega rafræna,“ segir Ólafur.

„Með þessu eyðum við rekstrar­áhættu og viðskiptakostnaði. Til að mynda þurfa bankar sem standa í lánveitingum og fleiru að fá fólk niður í bankann til að skrifa undir skjöl, vegna þess að lögin krefjast þess að fólk komi á staðinn. Með því að nota fullgildar rafrænar undirskriftir er hægt að komast hjá þessari aukaferð í bankann,“ segir Ólafur

Hann segir að rafrænar undirskriftir myndu gera öllum kleift að auð­ velda lífið og spara þennan gífurlega tíma. „Tveir aðilar sem eiga í viðskiptum hvor sínu megin á hnettinum geta þá á einfaldan hátt skrifað undir samninga án þess að sóa tíma í ferðalög eða pappírssendingar með tilheyrandi kostnaði og tíma,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.