Fjármálaeftirlitið hélt á dögunum ráðstefnu þar sem fjallað var um tilgang með skilvirku fjármálaeftirliti. Farið var yfir nýjungar á sviði eftirlits og reglusetningar á alþjóðavettvangi, í Evrópu og stöðu Íslands í því samhengi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert úttekt á virkni bankaeftirlits á Íslandi þar sem kom meðal annars fram að auka þyrfti framvirkar aðgerðir og sjá til þess að hæft fólk héldist starfandi í Fjármálaeftirlitinu.

Ceyla Pazarbasioglu, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var með erindi um hvað þyrfti til að halda góðu eftirliti og hvað þyrfti að gera betur. Flemming Nytoft Rasmussen, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Finanstilsynet, var einnig með erindi um áhættumiðað eftirlit. Aðrir fyrirlesarar voru Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar Arion banka, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var með opnunarávarp. Að endingu voru pallborðsumræður þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Frosti Sigurjónsson þingmaður og Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, bættust við.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórey Þórðardóttir
Þórey Þórðardóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jón Guðni Ómarsson
Jón Guðni Ómarsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jón Þór Sturluson
Jón Þór Sturluson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásta Þórarinnsdóttir
Ásta Þórarinnsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Unnur Gunnarsdóttir
Unnur Gunnarsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Birna Einarsdóttir
Birna Einarsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Frosti Sigurjónsson
Frosti Sigurjónsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)