Skilyrði hafa skapast til þess að ríkið geti veitt einstaklingum rýmri heimildir fyrir sérstökum skattaafslætti vegna áhættufjárfestinga. Frá þessu greinir á vef  efnahags- og fjármálaráðuneytisins. Starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra var skipaður í ágúst. Hópurinn skilaði greinargerð til ráðherra í desember þar sem gerð var tillaga að skattafsláttarkerfi sem hefur það að markmiði að stuðla að vexti lítilla nýsköpunarfyrirtækja.

Siðan þá hefur átt sér stað ákveðin þróun á regluverki Evrópusambandsins að því er varðar heimila ríkissaðstoð á þessu sviði auk þess sem enn frekari breytingar á gildandi reglum eru fyrirhugaðar nú á vormánuðum. Þann 15. janúar sl. samþykkti Evrópusambandið nýjar leiðbeiningar um ríkisaðstoð sem veitt er til að örva áhættufjárfestingar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og taka þær gildi innan Evrópusambandsins þann 1. júlí nk. Þá stendur yfir endurskoðun á gildandi reglugerð um almenna hópundanþágu á sviði ríkisstyrkja.