Sala Íslandsbanka á 66,6% eignarhlut í Sjóvá var skilyrt samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunar. Íslandsbanka hefur borist bréf dagsett 1 . júlí frá Milestone ehf. móðurfélagi Þáttar ehf. þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi í bréfi dagsettu 30. júní samþykkt umsókn Milestone um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. Fram kemur í bréfi Fjármálaeftirlitsins að athugun sé í gangi á framkvæmd sölunnar og er samþykki Fjármálaeftirlitsins með fyrirvara um niðurstöðu þeirrar athugunar


Samþykki Samkeppnisstofnunar liggur einnig fyrir. Fyrirvarar um sölu Íslandsbanka á 66,6% eignarhlut í Sjóvá sem tilkynnt var um 19. apríl s.l. eru því ekki lengur fyrir hendi og mun Sjóvá því ekki verða hluti af samstæðureikningi Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi heldur bókað sem hlutdeildarfélag frá og með öðrum ársfjórðungi.