Skilyrði er varðar samþykki hluthafa vegna tilboðs í allt útgefið og óútgefið hlutafé í Singer & Friedlander hafa nú verið uppfyllt. Unnt verður að samþykkja tilboðið áfram þar til annað verður tilkynnt segir í tilboði frá KB banka til Kauphallarinnar.

Þann 14. júní 2005 höfðu Kaupthing Holdings UK borist gild samþykki tilboðsins fyrir samtals 104.782.244 hlutum í Singer & Friedlander, eða sem svarar til um það bil 60,5% af öllu útgefnu hlutafé í Singer & Friedlander, eða sem svarar til 75,1% af þeim hlutum í Singer & Friedlander sem tilboðið nær til. Skilyrði er varðar samþykki hluthafa hefur þar af leiðandi verið uppfyllt. Að meðtöldum þeim 33.659.283 hlutum sem Kaupþing banki á nú þegar í Singer & Friedlander, hafa Kaupthing Holdings UK og Kaupþing banki eignast eða samþykkt kaup á 138.441.527 hlutum í Singer & Friedlander, sem svarar til 79,9% af öllu útgefnu hlutafé í Singer & Friedlander.

Eftir sem áður er tilboðið meðal annars háð samþykki fjármálaeftirlitsins í Bretlandi (Financial Services Authority), fjármálaeftirlitsins á eyjunni Mön (Isle of Man Financial Supervision Commission) og Fjármálaeftirlitsins á Íslandi.