Niðurstöður úr fyrri skimun ráðherra vegna kórónuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum. Síðari skimun ráðherra mun fara fram á mánudag næstkomandi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Nær öll ríkisstjórnin hefur verið í sóttkví sökum eftir að hafa snætt kvöldverð á Hótel Rangá þriðjudag 18. ágúst síðastliðinn. Einungis félags- og barnamála- og heilbrigðisráðherra þurftu ekki að fara í skimun þar sem þau voru fjarverandi.

Ef síðari skimun mun einnig reynast neikvæð ættu þingstörf að geta hafist næsta fimmtudag.