Lítil hreyfing var á Bandaríkjamarkaði framan af degi. Hlutabréf lækkuðu þó í byrjun dags eftir að tölur um 6,1% atvinnuleysi voru birtar ýttu undir svartsýni.

Fréttir af að Lehman Brothers hyggist verða sér úti um lausafé með sölu eigna höfðu þó jákvæð áhrif á markaðinn í dag, en bréf Lehman hækkuðu um 7,2% eftir að Reuters greindi frá þessu í dag. Bank of America, Citigroup og JPMorgan Chase hækkuðu allir um meira en 3%, en vaxandi væntingar um að bandaríski seðlabankinn muni bíða með stýrivaxtahækkanir höfðu einnig jákvæð áhrif.

Olíuverð lækkaði um 1,3% í dag og kostar olíutunnan nú 106,5 Bandaríkjadali.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,1% í dag. Dow Jones hækkaði hins vegar um 0,3% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,4%.