Brim hagnaðist um 34 milljónir evra miðað við 32 milljónir greina árið áður. Félagið hagnaðist því um 4,7 milljarða króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins.

Rekstrartekjur Brims árið 2019 námu 271 milljón evra, samanborið við 211 milljónir árið áður. Rekstrartekjurnar nema því um 37 milljörðum króna.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 63,9 milljónir eða 23,6% af rekstrartekjum, en var 36,8 milljónir árið áður eða 17,5% árið áður. Fjármagnsgjöld voru 4,6 milljónir evra, en voru 4,0 milljónir evra, árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 1,6 milljónir evra, en voru jákvæð um 17,0 milljónir evra, árið áður, þar af var söluhagnaður að fjárhæð 14,9 milljóna evra vegna sölu á laxeldisfélaginu Salmones.

Lagt er til að 1,9 milljarðar króna verði greiddar í arð.

„Afkoman á síðasta ári var viðunandi. Eins og oft áður voru skin og skúrir. Engin loðna veiddist og á haustmánuðum voru miklar brælur en sumarið var gott í bolfiski og makríl. Þá var gott ár í útgerð frystitogara. Það má segja að árangurinn sé ágætur þegar horft er um öxl á þetta fyrsta heila rekstrarár frá því að nýir aðilar komu að rekstri félagsins," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims og aðaleigandi félagsins. Hann varð forstjóri sumarið 2018 eftir að hafa keypti þriðjungshlut í félaginu.

Guðmundur segir framtíðarhorfur félagsins séu bjartar þó blikur séu á lofti með loðnuveiðar á þessu ári og óvissa um áhrif kórónuveirunnar á markaði og heimsviðskipti.