Fáfnir Offshore hefur gert samning við rússneska fyrirtækið Gazprom um að þjónusta olíuborpall í eigu síðarnefnda fyrirtækisins. Steingrímur Erlingsson, stofnandi og forstjóri Fáfnis, greindi frá þessu á fræðslufundi VÍB á miðvikudag.

Fáfnir lét smíða dýrasta skip Íslandssögunnar, Polarsyssel, sem er fyrsta íslenska sérhæfða skipið sem er til öryggis- og olíuþjónustu á Norðurslóðum. Fáfnir hefur fest kaup á nýju skipi, sem verður sjósett næsta vor.

Skipið mun þjónusta olíuborpallinn Prirazlomnaya sem er í eigu Gazprom og er staðsettur í Pechora-hafi. Gazprom er stærsta fyrirtæki Rússlands og jafnframt stærsti vinnandi jarðgass í heiminum.