„Það er gríðarlega mikil samkeppni um úrganginn,“ segir tæknifræðingurinn Guðmundur Haukur Sigurðsson hjá Mannviti. Hann er jafnframt formaður stjórnar nýsköpunarfyrirtækisins Orkeyjar sem á Akureyri framleiðir lífdísil fyrir vélar skipa úr afgangs steikingarolíu og dýrafitu. Steikingarolíunni er safnað frá veitingastöðum um land allt og verslanir N1 en mör frá Kjarnafæði og Norðlenska í Eyjafirði. Lífdísilinn selur Orkey á skip Samherja og smáræði til Vegagerðarinnar.

Orkey var stofnað í byrjun árs 2007. Plönin voru mikil og stór eins og annað á þeim tíma. Grunnurinn lá í könnun á því hvort unnt væri að nýta tækjabúnað fiskimjölsverksmiðjunnar á Krossanesi til að framleiða jurtaolíu úr innfluttum Kanóla-fræjum sem Kanadamenn höfðu áform um að flytja hingað.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Yfir milljón páskaegg eru framleidd fyrir páska
  • Póst- og fjarskiptastofnun er sögð hafa farið út fyrir valdsvið sitt
  • Árni Mathiesen og Steingrímur J. Sigfússon voru erlendis samtals í þrjá mánuði
  • Fjórðungur nýrra fyrirtækja sem er stofnaður er tengdur ferðaþjónustu og kvikmyndum
  • Fráfarandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir umræðu um ferðaþjónustuna vanþroskaða
  • Ítarleg umfjöllun um rannsóknarskýrsluna um fall sparisjóðanna
  • Nýlistasafnið heldur úti öflugri dagskrá þrátt fyrir húsnæðismissi
  • Manchester United horfir frammá mikið tekjutap vegna lélegs gengis í vetur
  • Margir Íslendingar eiga eignir í erlendum skattaskjólum
  • Vorfundi AGS og Alþjóðabankans lauk um helgina
  • Ráðherra lofar peningum til viðhalds ferðamannastaða
  • Snjallkortafyrirtækið Curron vex hratt
  • Jakob Sigurðsson forstjóri Prómens í ítarlegu viðtali
  • Financial Times segir að smærri ráðgjafafyrirtæki stækki á kostnað stóru bankanna
  • Hjörtur Erlendsson, nýr forstjóri Hampiðjunnar, fer á hverju ári í Þórsmörk
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um Ögmund og eignarrétt
  • Óðinn skrifar um valdarán Seðlabankans.
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira