Útvegsspilið, sem ekki hefur verið fáanlegt í mörg ár, kemur í verslanir fyrir næstu jól. Spilið er hannað af Hauki Halldórssyni teiknara en einnig komu þeir Tómas Tómasson og Jón Jónsson að fyrstu útgáfunni. Þremenningarnir störfuðu allir hjá Kassagerð Reykjavíkur.

Stefán Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Spilaborgar, segist hafa náð samkomulagi við Hauk um að gefa spilið út nýjan leik .

„Haukur er líka tilbúinn með alheimsútgáfu af Útvegsspilinu, þar sem allur heimurinn er undir," segir Stefán.  „Í þeirri útgáfu geta menn landað í Grimsby eða Ríó . Þetta spil kom aldrei út en við munum bæta úr því fyrr en seinna en fyrst er það Útvegsspilið, sem er nú í prófun hjá þaulvönum spilurum ."

Í grófum dráttum er Útvegsspilið teningaspil, sem snýst um að kaupa sér bát eða skip og afla tekna með veiðum. Alls konar flækjustig eru síðan í spilinu. Spilarar geta keypt sér fiskimjölsverkmiðju , frystihús eða fiskverkunarstöð og lent í ýmsum áföllum eins og að vera teknir við ólöglegar veiðar eða misst skip og þá er gott að vera tryggður.

Byrjað að selja skip og báta

Í upprunalegu útgáfunni eru 30 bátar og skip en einungis þrjú af þeim eru enn á sjó í dag. Stefán segir að útgerðir muni geta keypt sig inn í spilið og fengið þá nafn og mynd af sínu skipi á eitt af spjöldunum. „Við höfum fengið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í lið með okkur og þau munu senda póst á sína félagsmenn til að kynna þetta," segir hann.

Stefán segir að einnig séu tvö tryggingafélög í spilinu, einn banki og einn fjölmiðill. Í svokölluðum atviksspilum sé fjöldi annarra fyrirtækja nefnd á nafn. Segir hann að allt þetta verði selt til að fjármagna útgáfu spilsins.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Úttekt á stöðu og horfum hraðhleðslunets rafbíla um landið
  • Viðtal við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um stöðu efnahagsmála
  • Innihald hlutabótalistans er kannað og framhald leiðarinnar útlistuð
  • Sala Rafnar á bátum til björgunarsveita, og viðbragðsaðila víða um heim, og fjárhagsleg endurskipulagning félagsins rædd
  • Ráðning seðlabankastjóra árið 2014 var útkljáð á fundi í Sparisjóði Siglufjarðar samkvæmt nýrri bók um afnám hafta
  • Nýr gæðastjóri landvinnslu Samherja, Sunneva Ósk Guðmundsdóttir, segir m.a. frá sinni fyrstu sjávarútvegssýningu
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um
  • Óðinn skrifar um ferðaþjónustuna, Icelandair og heimsfaraldurinn