Skipan sérstaks ráðgjafahóps vegna vinnu við afnám gjaldeyrishafta er á lokametrunum. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að í hópnum verði Sigurbjörn Þorkelsson, sem hefur starfað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í tvo áratugi, Reimari Pétursson hæstaréttarlögmaður og hagfræðingurinn Jón Helgi Egilsson. Þá segir blaðið líklegt að aðrir bætist við hópinn.

Blaðið hefur eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, að hann vilji ekki staðfesta að þremenningarnir verði í ráðgjafahópnum. Hann segir ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvenær verði tilkynnt um skipan hópsins. Jóhannes bendir á að hugsanlegt sé að leitað verði til erlendra ráðgjafa til að taka að sér einhver skilgreind verkefni í tengslum við vinnu hópsins. Í tengslum við vinnuna mun mun hópurinn m.a. aðstoða ráðherranefnd um efnahagsmál, sem forsætisráðherra veitir forystu, og sérstaka stýrinefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra leiðir. Í nefndinni eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, og ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála. Markmiðið með skipan ráðgjafahópsins er að einfalda stjórnsýslu þeirra mála er varða afnám hafta.