Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipaði í dag, í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, starfshóp til að greina og meta starfsumhverfi gagnavera að því er kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn hafi samráð við helstu hagaðila.Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. febrúar 2018.

Hlutverk starfshópsins er meðal annars að leggja mat á vöxt og viðgang gagnaversiðnaðar á Íslandi, skoða samkeppnishæfni Íslands og kanna aðgerðir nágrannaþjóða, til stuðnings við gagnaversiðnað.