Á dögunum hóf ítalska fjölskyldufyrirtækið og einn af stærstu framleiðendum á gönguskóm í heiminum, Asolo,  að selja vöru sína hér á landi í samstarfi við Icewear.

Viðskiptaveldið, sem í dag spannar 42 viðskiptalönd, á rætur sínar að rekja til smáþorps á Ítalíu sem hernumið var af Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni. Hernámið var mikill örlagavaldur í sögu fjölskyldunnar og átti sinn þátt í því að fyrirtækið var stofnað. Að sögn forstjóra fyrirtæksins, Luca Zanatta, hafa miklar breytingar átt sér stað á hinum alþjóðlega viðskiptaheimi sem hann segist þó fremur reyna að líta á sem tækifæri en hindrun þegar litið er til framtíðar.

Skipað af Þjóðverjum að smíða herstígvél

Sögu fyrirtækisins má rekja aftur til ársins 1942 þar sem afi Luca Zanatta rak lítið skóverkstæði í ítölsku smáþorpi. „Árið 1942 var Ítalía hernumin af þýska hernum og það sama mátti því segja um litla þorpið okkar. Dag einn börðu nasistarnir á dyr afa míns og skipuðu honum að hætta að gera við skó og byrja þess í stað að framleiða skófatnað fyrir þýska hermenn og varð það því úr að fyrstu skórnir sem hann framleiddi voru fyrir þjóverja. Hann vann síðan við það allt til ársins 1945, eða þar til Ítalía var frelsuð af Bandamönnum.

Afi minn hélt síðan áfram að framleiða skó eftir að þjóverjarnir yfirgáfu svæðið. Flestir í þorpinu og svæðinu í kring voru fátækir verkamenn og hann ákvað því að byrja að búa til vinnuskó en framleiðslan þróaðist síðar yfir í gönguskó ,“ útskýrir Zanatta.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fyrirtækið Happy Furniture hefur vakið athygli fyrir húsögn sín.
  • MS leyndi ekki upplýsingum um lögmætt samstarf fyrirtækisins og Kaupfélags Skagfirðinga að sögn lögmanns.
  • Farið er í saumana á uppgjöri skráðu fasteignafélaganna á þriðja ársfjórðungi.
  • Forstjóri Kauphallarinnar ræðir um nýskráningar á markaði.
  • Jón Gunnarsson, samskiptafulltrúi Einkaleyfisstofu, talar um mikilvægi hugverka.
  • Tekjur sveitafélaga af fasteignasköttum hækka.
  • Gífurleg aukning á flugumferð gegnum Keflavíkurflugvöll fyrirsjáanleg.
  • Umfjöllun um SFF-daginn þar sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var einn ræðumanna.
  • Ítarlegt viðtal við Björn Brynjúlf Björnsson, hagfræðing hjá Viðskiptaráði Íslands.
  • Engin laxveiðiá skilaði eins góðri veiði og Ytri-Rangá.
  • Gunnsteinn Helgi, einn þeirra sem stóð að opnun Pablo Discobar og Burro, tekinn tali.
  • Rætt er við Einar Hannesson, sem tekur nú við sem framkvæmdastjóri Fastus.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem skrifar um ófrávíkjanlegar kröfur.
  • Óðinn skrifar um þróun fasteignaverðs.