Á árinu 2011 hækkaði kostnaður STEF við laun og launatengd gjöld verulega, eða um 15,9 milljónir króna. Á árinu 2010 nam sá kostnaður um 53,3 milljónum króna en um 69,2 milljónum króna á árinu 2011. Samkvæmt Guðrúnu Björk Bjarnadótturr, framkvæmdastjóra STEF er aukinn launakostnaður tilkominn vegna tveggja starfandi framkvæmdastjóra á árinu 2011 þegar hún tók við stöðunni af Eiríki.

Þessu til viðbótar fór einn starfsmaður úr 50% stöðu í 100% og lækkaði innheimtukostnaður vegna verktaka í kjölfar þeirrar ráðstöfunar. Samkvæmt ársreikningi lækkaði innheimtukostnaður um 6,3 milljónir á milli ára. Ljóst er að kostnaður STEF vegna framkvæmdastjóraskiptanna hleypur á fleiri milljónum króna.

Til viðbótar við þennan kostnað fékk Eiríkur einnig starfslokasamning frá STEF. Sá samningur kostaði samtökin rúmlega níu milljónir króna. Eiríkur fékk rúmar sex milljónir króna greiddar sem launagreiðslur yfir tólf mánaða tímabil.