Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána, í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá 30. nóvember síðastliðinn, sem miðar að því að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu.

Öðrum hópnum er falið að annast undirbúning og gerð lagafrumvarpa í tengslum við beina niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána, en hinum að vinna heildstæðar tillögur vegna ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána.

Eftirtaldir aðilar skipa starfshóp vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána:

Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, fjármála- og efnhagsráðuneyti, formaður,
Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður,
Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn starfi fram á mitt ár 2014. Hann heyrir undir og hefur samráð við verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.

Eftirtaldir skipa starfshóp um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána:

Maríanna Jónasdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður,
Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, varaformaður,
Anna Valbjörg Ólafsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti,
Arnaldur Loftsson, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða,
Elín Alma Arthursdóttir, tilnefnd af ríkisskattstjóra,
Soffía Eydís Björgvinsdóttir, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra,
Ólafur Páll Gunnarsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja.

Starfshópurinn skilar áfangaskýrslu og drögum að lagafrumvörpum fyrir miðjan mars.