Jón Arelíus Ingólfsson, forstöðumaður Rannsóknarnefndar sjóslysa, segir í samtali við mbl.is að ljóst sé að stjórnandi Akrafells, flutningaskips Samskipa sem strandaði á laugardagsmorgun, hafi sofnað við stjórn skipsins.

Jón segir skipið hafa verið á sjálfsstýringu. „Það var á leiðinni til Reyðarfjarðar en það beygir ekki sjálft. Sjálfsstýringin sér ekki um stefnubreytingar.“

Umfang tjóns skipsins liggur ekki enn fyrir.