Á bilinu 15-20 hafa lýst yfir áhuga á að kaupa eignir fiskvinnslufyrirtækisins Marmetis í Sandgerði. Skiptastjóri þrotabús fyrirtækisins auglýsti eignir fyrirtækisins til sölu um síðustu mánaðamót.

Elvar Arnar Unnsteinsson, skiptastjóri Marmetis, segir aðeins koma til greina að selja allan pakkann í einu lagi, tæplega 2.400 fermetra fiskvinnsluhús búið einum fullkomnasta tækjakosti landsins, eða skipta búinu í tvennt, þ.e. selja hús og tæki sér. Ekki er þó í myndinni að selja stöku tæki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .