Ný stjórn Norðurljósa var kjörin á hluthafafundi félagsins í morgun. Þá var Ríkharð Ottó Ríkharðsson ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í stað Gunnars Smára Egilssonar og Baldur Baldursson tók við stjórnarformennsku af Skarphéðni Berg Steinarssyni. Fækkað var í stjórn félagsins úr fimm í þrjá en ný stjórn er skipuð þeim Baldri, Ríkharð og Árna Haukssyni forstjóra Húsasmiðjunnar. Auk þess var sú breyting gerð á samþykktum félagsins að fjölmiðlarekstur er ekki lengur tilgangur félagsins.

Í fyrri stjórn sátu Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarformaður, Pálmi Haraldsson, Kári Stefánsson, Gunnar Smári Egilsson og Halldór Jóhannsson.