Kína hefur skipt um forstjóra fjármálaeftirlitsins þar í landi, en nýr yfirmaður, Liu Shiyu, fær það verkefni að lægja öldurnar á fjármálamörkuðum Kína.

Fráfarandi forstjóri eftirlitsins, Xiao Gang var við stjórn þegar markaðir í Kína hrundu um mitt ár 2015, en hann var gagnrýndur fyrir aðgerðir sínar í kjölfarið verðhrunsins. Hlutabréfamarkaðarnir í Sjanghæ og Shenzhen lækkuðu um 40% í þeim lækkunum.

Hann var einnig við stjórnvölin þegar hlutabréfamörkuðum var lokað eftir miklar lækkanir í byrjun árs 2016. Þá var hlutabréfamörkuðum lokað tvisvar þegar þeir höfðu lækkað um 7% í viðskiptum dagsins, en lokanirnar eru taldar hafa ollið enn meiri hræðslu á mörkuðum.

Liu Shiyu var áður vara-bankastjóri Seðlabanka Kína og síðar bankastjóri Landbúnaðarbanka Kína (e. Agricultural Bank of China), en það er þriðji stærsti lánveitandi í Kína.