Framtakssjóður Íslands, eigandi Teymis, vinnur að því. að skipta Teymi upp í tvö félög, sjálfstætt fjarskiptafyrirtæki og upplyìsingatæknifyrirtæki.

Í ágúst sl. keypti Framtakssjóðurinn Vestia af Landsbankanum. Þar á meðal var félagið Teymi, sem Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, segir í raun tvö félög. „Við erum þegar búin að setja í gang uppskiptingu á því,“ sagði hann á fundi hjá Saga Fjárfestingarbanka. Annars vegar verður til Vodafone sem sjálfstætt fjarskiptafyrirtæki og hins vegar Teymi sem verður upplyìsingatæknifyrirtæki samansett af nokkrum félögum. Þar á meðal Skyìrr, HugurAx, EJS og erlend félög.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .