Scoot, nýtt lággjaldaflugfélag í Singapore fór í sitt fyrsta flug á mánudaginn. Eitt af því sem var ákveðið að gera til að létta vélarnar var að taka úr þeim hið svokallaða skemmtikerfi (e. entertainment system) og bjóða farþegum frekar upp á Ipad-a.

Farþegar í viðskiptarými munu fá til afnota endurgjaldslaust á meðan farþegar á almennu farrými þurfa að greiða um 22 Singapore dollara, sem samsvarar um 2.200 íslenskum krónum.

Samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins mun þetta létta vélarnar og spara félaginu stórar fjárhæðir sem annars myndu fara í flugvélaeldsneyti. Þetta kemur fram í frétt Borsen. Scoot er dóttufyrirtæki Singapore Airlines og er ætlað að mæta vaxandi eftirspurn eftir lágum fargjöldum.