Farið verður yfir kröfulýsingaskrána og afstöðu skiptastjóra til þeirra á öðrum skiptafundi þrotabús Wow air sem haldinn verður í dag.

Verði engin andmæli mun afstaða þeirra teljast endanleg. Kröfur í þrotabúið námu 151 milljarði en á síðasta fundi, sem fram fór í ágúst, var upplýst að 695 milljóna kröfum hefði þegar verið hafnað.

Gert er ráð fyrir að alls verði um tveir milljarðar til skiptanna en það veltur þó á niðurstöðu mögulegra riftunarmála.