Reikna má með að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum muni byrja vikuna byrji vikuna í óvenju mikilli óvissu. Seðlabanki Bandaríkjanna mun tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína, og segja má að í fyrsta skipti í nokkurn tíma séu blikur á lofti um hvort vaxtalækkun muni eiga sér stað. Síðustu mánuði hefur bankinn lækkað vexti margoft, en nú telja margir að sé mál að linni.

Reuters segir frá því að óvænt tíðindi frá Yahoo varðandi yfirtökutilboð Microsoft gæti hleypt lífi í markaðinn, en í gær leið fresturinn sem Microsoft hafði gefið Yahoo til að taka yfirtökutilboði í félagið.

Meirihluti markaðarins í Bandaríkjunum býst við 25 punkta vaxtalækkun. Hins vegar benda framvirkir samningar til þess að 25% líkur séu á óbreyttu stýrivaxtastigi.